top of page
Blue Skies

Verkjalaus er með aðsetur á Endurhæfingarstöðinni Hæfi, Fossaleyni 1, Egilshöll.   Tímapantanir eru í síma 511-1011

Einnig er boðið upp á fjarviðtöl í gegnum KaraConnect.

Til að panta fjarviðtöl er sendur tölvupóstur á verkjalaus@verkjalaus.is.

Helga B. Haraldsdóttir sálfræðingur er viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun (certified Pain Reprocessing Therapist). Helga er einnig þjálfuð í EAET (Emotional Awareness and Expression Therapy), ACT meðferð, NET og CFT.  Hún hefur unnið mikið með verki, kvíða, þunglyndi, síþreytu og áföll. Hún starfaði einnig í alþjóðateymi borgarinnar þar sem hún veitti umsækjendum um alþjóðlega vernd og nýjum íslendingum sálfræðiaðstoð. 

Fyrirvari: Langvinnir verkir eru í mörgum tilvikum læknanlegir með Verkjaendurferlun og svipuðum nálgunum. Í sumum tilvikum eru langvinnir verkir þó vegna illkynja sjúkdóms eða annars alvarlegs kvilla. Því þarf alltaf að fá lækniskoðun þegar um langvinna verki er að ræða svo ljóst sé að alvarlegur/lífshættulegur sjúkdómur sé ekki að orsaka verkina. Ef um starfræna verki eða önnur starfræn einkenni er að ræða þá mæli ég með að hafa opinn huga fyrir þessum meðferðarleiðum. 

bottom of page