


Ég heiti Helga B. Haraldsdóttir og er sálfræðingur. Sjálf barðist ég við verkjasjúkdóma í þrjátíu ár þar til ég kynntist þeim flokki meðferða sem Verkjaendurferlun (PRT) tilheyrir. Þessar meðferðir byggja á breyttri hugmyndafræði í verkjafræðum og nýjustu þekkingu í taugavísindum. Það er skemmst frá því að segja að þær hafa gjörbreytt lífi mínu og fjölda annarra og ég er mjög þakklát að vinna við að rétta fólki verkfæri til að bæta líf sitt og losna undan áþján þrálátra líkamlegra einkenna.
Ég legg líka áherslu á að það er ekki ég sem breyti lífi þínu, það ert þú sem gerir það og það er svo valdeflandi og í raun stórkostlegt ferðalag.Talið er að að minnsta kosti 1,5 milljarður manna þjáist af krónískum verkjum og oft á tíðum er leiðin til bata möguleg og meira að segja nokkuð greiðfær. Meðferðarleiðirnar sem um ræðir hafa verið að skila miklum árangri hjá verkjasjúklingum og oft á stuttum tíma.
Ef þú þjáist af langvinnum verkjum þá hvet ég þig til að hlusta á Verkjacastið mitt (fimm stuttir hljóðvarpsþættir) og kíkja á bloggið mitt. Ef þú vilt aðstoð mína í gegnum þetta ferðalag þá hlakka ég til að kynnast þér. Ég er fyrsti viðurkenndi meðferðaraðilinn í Verkjaendurferlun (e. certified PRT therapist) á Íslandi og einnig sú fyrsta hérlendis til að læra EAET. Þessar meðferðir hafa einnig verið að gagnast vel m.a. við síþreytu, kulnun og öðrum starfrænum einkennum.