top of page
Search

Aðgerð og placebo-aðgerð skiluðu sama árangri

  • Writer: Helga B. Haraldsdóttir
    Helga B. Haraldsdóttir
  • Sep 21, 2021
  • 1 min read

Updated: Apr 3

Áhugaverð rannsókn var gerð á 180 manns með þráláta verki í hné. Af þátttakendunum fóru 120 í hefðbundnar skurðaðgerðir (tvær mismunandi gerðir aðgerða). Hinir 60 voru látnir halda að þeir hefðu farið í aðgerð, voru settir á skurðaborðið og voru þar í smá tíma, skorið og saumað fyrir. Í ljós kom að svipaður árangur var af aðgerð og placebo-aðgerð (gervi-aðgerð eða þykjustu-aðgerð), þeir þátttakendur sem fengu hefðbundna hnjáaðgerð sýndu ekki meiri bata frá verkjum en þeir sem fengu placebo-aðgerð. Greinin birtist í the New England Journal of Medicine og hægt er að nálgast hana hérna:

Greinin kom út í þessu virta tímariti fyrir um 20 árum og þetta er bara ein grein af mörgum sem benda í sömu átt - aðgerðir eru sjaldnast rétta leiðin til að bregðast við langvinnum verkjum. Samt sem áður er fólki áfram beint í aðgerðir og nú er svo komið að í ICD-10 (alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála) er komin greining sem kallast "Failed back pain syndrome". Fólk leggst undir hnífinn til að bæta verki sem í flestum tilvikum veldur einungis lyfleysuáhrifum og einhverjir lenda svo aukalega í erfiðleikum vegna aðgerðarinnar sjálfrar og fá þar nýjan sjúkdóm til að kljást við.

DeilaHlekk

 
 
 

Comments


Fyrirvari: Langvinnir verkir eru í mörgum tilvikum læknanlegir með Verkjaendurferlun og svipuðum nálgunum. Í sumum tilvikum eru langvinnir verkir þó vegna illkynja sjúkdóms eða annars alvarlegs kvilla. Því ber alltaf að fá lækniskoðun þegar um langvinna verki er að ræða svo ljóst sé að alvarlegur/lífshættulegur sjúkdómur sé ekki að orsaka verkina.

bottom of page