Einstaklingsmeðferð
Ertu eitt af þeim sem hafa prófað flest undir sólinni í leit að verkjalausn en ekkert hefur virkað? Læknar finna enga orsök eða segja að ekkert sé hægt að gera. Ef þú ert með mígreni, vefjagigt, iðraólgu, bakverki eða önnur langvinn einkenni og sérð enga lausn þá hvet ég þig til að skoða þessa leið. Það eru góðar líkur á að hér sé úrræði sem gagnist þér. Hér öðlastu þekkingu á orsök verkjanna og lærir aðferðir byggðar á taugavísindum nútímans sem hafa skilað fjölda fólks nýju lífi. Vertu velkominn/n/ð til okkar þar sem við leggjum okkur fram við að beita bestu mögulegu fræðslu og meðferð við verkjum og öðrum langvinnum einkennum með Verkjaendurferlun og skyldum nálgunum.

Helga B. Haraldsdóttir sálfræðingur
Sálfræðingur sem hefur unnið mikið með langvinna verki, síþreytu, kvíða þunglyndi og áföll. Þær meðferðarleiðir sem Helga beitir eru Verkjaendurferlun (PRT), EAET, CFT, ACT, NET og EMDR. Helga er staðsett á Suðurlandsbraut 32, 3. hæð og hægt er að panta tíma með því að senda póst á verkjalaus(hjá)verkjalaus.is. Helga bíður einnig upp á fjarviðtöl.

Freyja Barkardóttir, sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfun með nálgun Verkjaendurferlunar (Pain Reprocessing Therapy). Freyja er með mikla reynslu af vinnu með fólki sem er með verki. Stofan hennar er staðsett í Egilshöll og hægt er að panta tíma í gegnum tölvupóstinn freyja(hjá)verkjalaus.is.

Þverfagleg meðferð við krónískum einkennum
Þverfagleg heilbrigðisþjónusta er oft mjög árangursrík og er það okkar reynsla hjá Verkjalaus. Þá er sjúklingur bæði í sjúkraþjálfun og sálfræðimeðferð á vegum Verkjalaus á sama tíma og mælum við sérstaklega með því þegar um stoðkerfisverki er að ræða.
