top of page

Þjónustuþegar Verkjalaus athugið:

Skjólstæðingar eru ábyrgir fyrir mætingu í tíma á stofunni Verkjalaus. Áminningar eru sendar í tölvupósti og/eða SMS en mikilvægt er að treysta ekki fullkomlega á það. Það er alltaf á ábyrgð skjólstæðings að skrá hjá sér og mæta í þá tíma sem hann hefur bókað. 

Vinsamlega tilkynnið forföll tímanlega (fyrir kl 16 degi fyrr) í tölvupósti til viðkomandi fagaðila.

Ef ekki er tilkynnt um forföll fyrir kl: 16:00 daginn áður verður rukkað forfallagjald, 10.000 krónur.

Ef þriðji aðili (s.s. Sjúkratryggingar eða Starfsendurhæfingarsjóðurinn Virk) hefur samþykkt greiðsluþátttöku þá greiðir þriðji aðili aðeins þá tíma sem mætt er í. Þar af leiðandi fellur forfallagjaldið á skjólstæðing.

 

Ef mikið er um forföll sem seint eða ekki er látið vita af er litið svo á að ekki sé vilji til að nýta sér þjónustuna og getur þá farið svo að öðrum sé boðinn tíminn og meðferð verði ekki haldið áfram.

Fyrirvari: Langvinnir verkir eru í mörgum tilvikum læknanlegir með Verkjaendurferlun og svipuðum nálgunum. Í sumum tilvikum eru langvinnir verkir þó vegna illkynja sjúkdóms eða annars alvarlegs kvilla. Því ber alltaf að fá lækniskoðun þegar um langvinna verki er að ræða svo ljóst sé að alvarlegur/lífshættulegur sjúkdómur sé ekki að orsaka verkina.

bottom of page