Fáðu aðstoð við að ná bata og öðlast nýtt líf þar sem þú ert við stjórnvölinn.

Ertu ein(n) af þeim sem hafa prófað flest undir sólinni í leit að verkjalausn en ekkert hefur virkað? Læknar finna enga orsök eða segja að ekkert sé hægt að gera. Ef þú ert með mígreni, vefjagigt, iðraólgu, bakverki eða aðra króníska verki og sérð enga lausn þá hvet ég þig til að skoða þessa leið. Það eru góðar líkur á að hér sé úrræði sem gagnist þér. Hér öðlastu þekkingu á orsök verkjanna og lærir aðferðir byggðar á taugavísindum nútímans sem hafa skilað mér og fjölda annarra nýju lífi.