Verkir: ný sýn og nýjar leiðir til bata

Rannsóknir benda til að að minnsta kosti fimmti hver fullorðinn íslendingur glími við langvinna verki og svipað er upp á teningnum í nágrannalöndum okkar.

Á námskeiðinu Verkir: ný sýn og nýjar leiðir til bata er farið yfir fjölda rannsókna sem hafa veitt nýja sýn á langvinna verki síðustu áratugi og sýn vísindamanna sem standa framarlega í verkjafræðum kynnt. Helga Haraldsdóttir sálfræðingur fer einnig yfir hjálplegar aðferðir til bata. Helga er fyrsti viðurkenndi meðferðaraðilinn í Verkjaendurferlun á Íslandi en þessi meðferðarleið hefur verið að skila góðum árangri. Í nýlegri rannsókn á Verkjaendurferlun við Háskólann í Boulder náðu 65% þátttakenda bata. Fram að því hafði slíkur árangur ekki sést í rannsóknum á langvinnum verkjum. Helga hefur haldið fjölda fyrirlestra um Verkjaendurferlun, m.a. á Degi sjúkraþjálfunar síðastliðið vor.

Dagsetning: 4. október 2023

Tími: 16:00 - 18:00

Verð: 10.900

Staðsetning: Sálfræðistofan Höfðabakka, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík